Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. febrúar 2018 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho reynir að létta pressunni af Pogba - „Allir bera ábyrgð"
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist ekki setja meiri ábyrgð á herðar Paul Pogba en aðra leikmenn liðsins.

Samband Mourinho og Pogba hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu daga þar sem Pogba hefur verið tekinn út af í tveimur af síðustu þremur leikjum sem hann hefur spilað, í hinum leiknum sem hann spilaði byrjaði hann á bekknum.

Pogba var veikur og gat ekki mætt Huddersfield um liðna helgi, en hann gæti spilað gegn Sevilla í Meistaradeildinni á morgun.

Sumir vilja meina að of mikil ábyrgð sé lögð á herðar Pogba, sérstaklega í ljósi þess að hann kostaði 89 milljónir punda. Mourinho segir hins vegar að allir beri ábyrgð í sínum hópi.

„Mér finnst ekki sanngjarnt að tala um ábyrgðina á einhverjum einum leikmanni. Ég er á því að sá leikmaður sem kostar X milljónir beri sömu ábyrgð og sá leikmaður sem kostar þrisvar sinnum X milljónir," sagði Mourinho.

„Allir leikmenn eiga að bera ábyrgð."

Gera má ráð fyrir því að Mourinho sé að reyna að létta pressunni eitthvað af Pogba með þessum ummælum.

Pogba, Zlatan Ibrahimovic, Ander Herrera og Marcus Rashford gætu allir spilað á morgun þar sem þeir æfðu í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner