Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 20. febrúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Hazard: Ég er allt öðruvísi en Messi
Hazard fagnar marki.
Hazard fagnar marki.
Mynd: Getty Images
„Í fyrsta lagi er gott að vera borinn saman við þann besta í sögunni en ég er allt öðruvísi," sagði Eden Hazard þegar hann var spurður út í samanburð við Lionel Messi.

Hazard og Messi mætast í kvöld þegar Barcelona heimsækir Chelsea í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið bestir í heimi í mörg ár en Hazard hefur verið nefndur til sögunnar sem leikmaður sem gæti tekið við af þeim.

„Við spilum í sitthvorri deildinni. Ég reyni að sinna mínu starfi og komast í þeirra flokk því að þeir eru bestir í heimi."

„Að spila gegn Messi er alltaf gott. Ég gerði það einu sinni á HM og við töpuðum svo ég vona að þetta verði öðruvísi á morgun (í dag)."

„Þegar við spilum þessa leiki þá þurfum við að standa okkur. Ef þú vilt verða einn af þeim bestu þá verður þú að spila vel í stóru leikjunum. Þetta er stór leikur."

Athugasemdir
banner
banner