Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2018 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonathan Glenn í Fylki (Staðfest)
Jonathan Glenn mun aftur spila á Íslandi.
Jonathan Glenn mun aftur spila á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Jonathan Glenn mun aftur spila fótbolta á Íslandi. Hann samdi í dag við Fylki og verður í Árbænum næstu tvö árin.

Glenn er þrítugur en hann þekkir vel til á Íslandi eftir að hafa komið hingað fyrst árið 2014 til að spila með ÍBV. Hann skoraði 30 mörk í 63 leikjum í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum á árunum 2014 til 2016 en hann vann silfurskóinn í deildinni bæði árið 2014 og 2015.

Hann lék einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hann fór til Bandaríkjanna eftir tímabilið 2016.

Í byrjun ársins sagði Glenn, sem kemur frá Trinidad & Tobago, í samtali við Fótbolta.net að hann vildi koma aftur til Íslands.

„Ég naut tímans á Íslandi og ég hef klárlega áhuga á að snúa aftur. Ég var að giftast íslenskri eiginkonu og þrátt fyrir að umboðsmaður minn sé að ræða við félög í nokkrum löndum þá höfum við líka hafið viðræður við nokkur félög á Íslandi," sagði Glenn við Fótbolta.net.

Það hefur svo núna verið staðfest að hann mun spila með Fylki í Pepsi-deildinni í sumar. Fylkir vann Inkasso-deildina síðasta sumar og mun koma Glenn styrkja liðið til muna.

Glenn er væntanlegur til landsins á næstu dögum.

Komnir:
Helgi Valur Daníelsson tekur skóna af hillunni
Stefán Ari Björnsson frá Gróttu
Jonathan Glenn

Farnir:

Samningslausir:
Axel Andri Antonsson
Ásgeir Eyþórsson
Athugasemdir
banner
banner