Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Risaslagur á Brúnni
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og eru tvær spennandi viðureignir á dagskrá.

Chelsea mætir Barcelona í sannkölluðum risaslag á meðan FC Bayern tekur á móti Besiktas.

Það er sérstaklega mikil eftirvænting fyrir leiknum á Stamford Bridge enda er löng og dramatísk saga á milli þessara félaga í Meistaradeildinni.

Frá aldamótunum hafa liðin mæst sex sinnum í Meistaradeildinni og hafa liðin því keppt tólf leiki sín á milli.

Chelsea hefur unnið fjóra á heimavelli, tapað einum og gert eitt jafntefli. Börsungar hafa unnið tvisvar á Nývangi og gert fjögur jafntefli.

Þrátt fyrir betri árangur Chelsea í stökum leikjum eru liðin jöfn í árangri í einvígunum, þar sem hvort lið hefur haft betur þrisvar.

Besiktas vann erfiðan riðil og var óheppið að lenda gegn Bayern, sem endaði í öðru sæti sins riðils eftir Paris Saint-Germain.

Besiktas fór taplaust í gegnum riðlakeppnina og hafði betur gegn öllum andstæðingum sínum, Porto, Leipzig og Mónakó.

Engir stuðningsmenn Besiktas munu vera á leiknum í kvöld vegna hótana frá evrópska knattspyrnusambandinu. Sambandið gæti dæmt Besiktas í bann frá evrópukeppnum hagi stuðningsmenn félagsins sér illa.

Liðin mættust síðast árið 1997 í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hafði Bayern betur í báðum leikjunum.

Það þykir nokkuð skemmtileg staðreynd að Bayern endaði á toppi riðilsins árið 1997 jafnt Paris Saint-Germain á stigum. Hið sama gerðist í ár, nema að PSG endaði í fyrsta sæti og Bayern í öðru.

Leikir kvöldsins:
19:45 Chelsea - Barcelona (Stöð 2 Sport)
19:45 Bayern - Besiktas (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner