Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2018 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Messi tryggði jafntefli á Brúnni - Rúst hjá Bayern
Messi skoraði jöfnunarmark Barcelona.
Messi skoraði jöfnunarmark Barcelona.
Mynd: Getty Images
Besiktas var manni færri frá 16. mínútu og Bayern nýtti sér það til hins ýtrasta.
Besiktas var manni færri frá 16. mínútu og Bayern nýtti sér það til hins ýtrasta.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir flotta frammistöðu gegn Barcelona fara stuðningsmenn Chelsea svekktir heim í kvöld. Í Bæjaralandi fara stuðningsmenn Bayern aftur á móti mjög glaðir á koddann.

Staða Chelsea er ekki sérstök eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea þarf að vinna eða treysta á markajafntefli á Nývangi í seinni leiknum.

Chelsea spilaði vel í kvöld og þrátt fyrir að Barcelona hafi verið meira en 70% með boltann var það Chelsea sem átti hættulegri færi, átti Willian m.a. skot í báðar stangirnar í fyrri hálfleiknum.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 62. mínútu lak boltinn loksins inn hjá Willian. Hann fékk boltann eftir hornspyrnu og átti gott skot sem rataði í netið. Michy Batshuayi, sem er í láni frá Chelsea hjá Dortmund, gladdist mjög við markið.



Chelsea náði ekki að halda forystunni lengi því Lionel Messi, hver annar, jafnaði á 75. mínútu eftir mistök í vörn Chelsea. Þetta var fyrsta markið sem Messi skorar gegn Chelsea.

Ekki voru fleiri mörk skoruðu og lokatölur því 1-1. Staðan er eins og áður segir ekki góð fyrir Chelsea, en möguleikinn er enn til staðar.

Í hinum leiknum sem var í kvöld lék Bayern á als oddi gegn Besiktas eftir að Domagoj Vida, varnarmaður Besiktas, lét reka sig af velli á 16. mínútu. Hann braut af Robert Lewandowski sem var að sleppa í gegn. Vida króatískur landsliðsmaður og gæti mætt Íslandi á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Það tók Bayern tíma að brjóta ísinn en það tókst á 43. mínútu og var þar að verki Thomas Muller. Eftirleikurinn var auðveldur og óhætt er að segja að Bayern sé komið langleiðina í 8-liða úrslit.

Bayern 5 - 0 Besiktas
1-0 Thomas Muller ('43 )
2-0 Kingsley Coman ('52 )
3-0 Thomas Muller ('66 )
4-0 Robert Lewandowski ('79 )
5-0 Robert Lewandowski ('88 )
Rautt spjald: Domagoj Vida, Besiktas ('16)

Chelsea 1 - 1 Barcelona
1-0 Willian ('62 )
1-1 Lionel Andres Messi ('75 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner