banner
   þri 20. febrúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Messi hefur aldrei skorað gegn Chelsea
Messi á skot í slá úr vítaspyrnu gegn Chelsea árið 2012.
Messi á skot í slá úr vítaspyrnu gegn Chelsea árið 2012.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur skorað gífurlegt magn marka á ferli sínum en hann hefur hins vegar aldrei náð að skora gegn Chelsea.

Messi hefur spilað átta sinnum gegn Chelsea án þess að skora mark. Hann fær tækifæri til að breyta því þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld.

Messi komst næst því að skora gegn Chelsea árið 2012 en þá skaut hann í slána úr vítaspyrnu.

„Messi er besti leikmaðurinn í heiminum en hann er ekki ósnertanlegur," segir Pedro leikmaður Chelsea og fyrrum liðsfélagi Messi hjá Barcelona.

„Það er mjög erfitt að stoppa þennan náunga því hann er mjög snöggur og mjög klár. En það er ekki ómögulegt."
Athugasemdir
banner
banner