Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. febrúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Montella: Kannski getum við drepið Alexis Sanchez
Vincenzo Montella.
Vincenzo Montella.
Mynd: Getty Images
Vincenzo Montella, þjálfari Sevilla, segir að liðið muni leggja allt kapp á að stöðva Alexis Sanchez leikmann Manchester United þegar liðin eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Montella tók við Sevilla fyrr á tímabilinu eftir að hafa þjálfað á Ítalíu í nokkur ár auk þess sem hann lék lengst af á ferli sínum í Serie A. Þar sá hann Alexis Sanchez fyrst með Udinese.

„Ég man mjög vel eftir tíma hans á Ítalíu," sagði Montella á fréttamannafundi í dag.

„Hann hefur bætt sig mikið á ferlinum og hann getur verið mjög ógnandi. Kannski getum við drepið hann, rotað hann eða eitthvað."

Montella kannast einnig við Paul Pogba úr ítalska boltanum. Pogba var veikur þegar Manchester United mætti Huddersfield um síðustu helgi og Montella vonar að hann spili ekki á morgun.

„Hann er ótrúlegur leikmaður. Fullkominn leikmaður. Á Ítalíu stóð hann sig mjög vel og var mjög mikilvægur. Hann hefur frábæra taktíska hæfileika og getur líka skorað með höfðinu. Ég vona að hann spili ekki á morgun," sagði Montella.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner