Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. febrúar 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG bjargaði sér frá falli - Neyðist til að kaupa Mbappe
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain gerði sérstakan lánssamning við Mónakó þegar Kylian Mbappe flutti til höfuðborgarinnar.

Í lánssamningnum er furðulegt kaupákvæði sem virkjaðist þegar PSG bjargaði sér frá falli um helgina.

PSG neyðist því til þess að kaupa táninginn, sem verður næstdýrasti leikmaður sögunnar eftir liðsfélaga sínum Neymar og á undan samlanda hans Philippe Coutinho.

PSG borgar 166 milljónir punda fyrir Mbappe sem er búinn að gera 15 mörk í 29 leikjum á tímabilinu, aðeins 19 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner