Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 20. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vildi óska þess að Chelsea hefði unnið riðilinn
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, fór mikinn um Antonio Conte og Chelsea á fréttamannafundi fyrir leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Liðin mætast á Stamford Bridge í kvöld í sannkölluðum risaslag og býst Valverde við hörkuleik.

„Við vildum óska þess að Chelsea hefði unnið riðilinn sinn svo við þyrftum ekki að mætast núna. Það er aldrei góður tími til að mæta Chelsea," sagði Valverde við fréttamenn.

„Liðið átti slæman kafla en er búið að ná sér og virðist verða betra með hverjum leiknum. Það eru með mikil gæði í sókninni þar sem leikmenn á borð við Hazard, Morata, Pedro og Willian geta gert skaða.

„Við erum að mæta Englandsmeisturunum undir stjórn eins besta knattspyrnustjóra veraldar. Hann er klassískur ítalskur þjálfari og hefur gert magnaða hluti með Juventus og ítalska landsliðinu auk Chelsea."


Barcelona er með sjö stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar á meðan Chelsea er í meistaradeildarbaráttu á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner