Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mið 20. mars 2013 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Goal 
Suarez: Öðrum liðum velkomið að hafa samband
Luis Suarez segist vera opinn fyrir því að tala við lið sem sýna honum áhuga í sumar þrátt fyrir að vera, að eigin sögn, hæstánægður í Bítlaborginni.

Suarez er markahæstur í ensku deildinni með 22 mörk og segir að hann myndi íhuga að yfirgefa Liverpool fyrir lið sem tekur þátt í stærri keppnum.

Liverpool datt úr 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Zenit frá Pétursborg og hefur ekki tekið þátt í Meistaradeild Evrópu síðan 2008-09 tímabilið.

,,Það er aldrei að vita hvað gerist næst í fótbolta," sagði Suarez þegar hann var spurður út í framtíð sína.

,,Allir leikmenn eru með metnað, metnað sem hvetur mann til að spila með bestu liðunum gegn bestu liðunum.

,,Ég er í heimsklassa liði og ef önnur lið sem taka þátt í fleiri og betri keppnum vilja fá mig þá er þeim velkomið að hafa samband.

,,Ég myndi tala við félagið og sjá hvort ég vilji fara eða ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner