Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 20. mars 2015 14:51
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hjartar ráðinn þjálfari Augnabliks (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hjartarson hefur verið ráðinn spilandi þjálfari hjá Augnabliki í 4. deildinni en 433.is greinir frá þessu.

Hjörtur er mikill markaskorari en þessi fertugi leikmaður hjálpaði ÍA að komast upp úr 1. deildinni í fyrra.

Undanfarnar vikur hefur Hjörtur spilað með Augnabliki í Fótbolta.net mótinu og hann hefur nú tekið við þjálfun liðsins.

Augnablik hefur einnig fengið varnarjaxlinn Árna Kristinn Gunnarsson í sínar raðir frá Fjölni.

Árni Kristinn er reyndur leikmaður en hann varð Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki 2009 og 2010.

Þá er kantmaðurinn Arnar Sigurðsson kominn frá Gróttu. Arnar er fyrrum leikmaður Breiðabliks en hann er einnig margfaldur Íslandsmeistari í tennis.
Athugasemdir
banner
banner
banner