Mörg af stærstu félögum Evrópu hafa áhuga á Luciano Vietto, framherja Villarreal, og er líklegt að barist verði um hann í sumar.
Vietto er 21 árs gamall og hefur í heildina skorað 20 mörk í 40 leikjum á tímabilinu, sem er hans fyrsta með Villarreal.
Vietto er 21 árs gamall og hefur í heildina skorað 20 mörk í 40 leikjum á tímabilinu, sem er hans fyrsta með Villarreal.
Liverpool og FC Bayern, auk spænsku risana Barcelona og Real Madrid, eru öll sögð áhugasöm um Vietto.
Talið er að Barcelona sé líklegasti áfangastaður þessa unga Argentínumanns, en ljóst er að erfitt verður fyrir Villarreal að halda í hann ef gott tilboð berst.
Athugasemdir