mán 20. mars 2017 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Antonio dregur sig úr enska landsliðshópnum
Antonio þarf að bíða lengur eftir fyrsta landsleiknum.
Antonio þarf að bíða lengur eftir fyrsta landsleiknum.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Michail Antonio er búinn að draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Þýskalandi og Litháen.

Þessi öflugi leikmaður West Ham meiddist i 3-2 tapi Lundúnaliðsins gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og voru leiddar líkur á því að hann gæti ekki tekið þátt í komandi landsliðsverkefnum. Nú er það staðfest.

West Ham staðfesti þetta jafnframt á heimasíðu sinni. Antonio hefur enn ekki spilað sinn fyrsta landsleik, en hann hefur þrisvar verið valinn í enska hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner