mán 20. mars 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Defoe fékk stríðni út af fána á skónum
Magnaður markaskorari.
Magnaður markaskorari.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, framherji Sunderland, er mættur aftur í enska landsliðið eftir þriggja ára hlé.

Hinn 34 ára gamli Defoe er í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Þýskalandi og Lithaén en þrjú eru síðan hann var síðast í enska landsliðinu.

„Ég fékk stríðni frá liðsfélögum mínum fyrir að hafa enska fánann alltaf áfram á takkaskónum mínum," sagði Defoe á fréttamannafundi í dag en hann hélt alltaf í vonina um að vera valinn aftur í landsliðið.

„Það komu tímabil þar sem ég hélt að ég myndi kannski ekki vera valinn aftur. Það stöðvaði mig ekki í því að leggja hart að mér og vonast til að fá tækifæri til að leika fyrir þjóðina mína á nýjan leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner