Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. mars 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Ferguson stýrir Man Utd aftur í sumar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson mun stýra Manchester United á Old Trafford á nýjan leik í sumar.

Um er að ræða góðgerðarleik Michael Carrick sem fer fram þann 4. júní næstkomandi.

Ferguson stýrir það liði Manchester United sem verður skipað leikmönnum sem voru í hópnum árið 2008. Carrick var þar hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Andstæðingurinn verður draumalið Carrick en þar verða Steven Gerrard og Frank Lampard á meðal leikmanna. Harry Redknapp stýrir síðan draumaliðinu.

Carrick fær góðgerðarleik í sumar þar sem hann hefur verið í yfir tíu ár í herbúðum Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner