Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. mars 2017 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Fyrirliði Derry City fannst látinn
Ryan McBride (fyrir miðju) fannst látinn á heimili sínu í gær.
Ryan McBride (fyrir miðju) fannst látinn á heimili sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuheimurinn syrgir nú Ryan McBride, fyrirliða írska úrvalsdeildarliðsins Derry City, sem lést í gær.

McBride var einungis 27 ára gamall þegar hann fannst látinn á heimili sínu, en dánarorsökin er ókunn. Hann hafði daginn áður spilað í 4-0 sigri gegn Drogheda.

Írska knattspyrnusambandið hefur vottað samúð sína sem og þarlend leikmannasamtök.

McBride hafði spilað með Derry City allan sinn feril og átti 131 deildarleik að baki fyrir félagið, sem hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í írsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Þess má geta að lokaleikur hans á ferlinum var gegn sama andstæðingi og hann hafði spilað sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Derry City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner