Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. mars 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Fyrrum Þórsari borðaði of mikið af burrito en komst svo í form
Josh Wicks.
Josh Wicks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Josh Wicks, fyrrum markvörður Þórs, er að hefja sitt fyrsta tímabil í sænsku úrvalsdeildinni með Sirius í sænsku úrvalsdeildinni.

Wicks hjálpaði AFC upp í sænsku úrvalsdeildina í fyrra en í vetur samdi Bandaríkjamaðurinn við Sirius sem komst einnig upp í úrvalsdeildina í fyrra.

Eftir síðasta tímabil fór Wicks heim til fjölskyldu sinnar í Bandaríkjunum. Þegar hann sneri aftur til Svíþjóðar var hann alltof þungur.

„Þegar ég spurði hann hvað hefði gerst þá sagðist hann elska burritos," sagði Claudio Leal markmannsþjálfari Sirius.

Wicks, sem lék með Þór árin 2012 og 2013, hefur fengið hjálp frá næringafræðingi undanfarna mánuði og hann er nú kominn í topppform fyrir tímabilið sem hefst um mánaðarmótin.

„Hann hefur misst sjö kíló af fitu og bætt á sig tveimur kílóum af vöðvum. Hann segist aldrei hafa verið í jafn góðu formi en þetta hefur verið erfitt," sagði Kim Bergstrand, þjálfari Sirius.

Wicks er líflegur karakter en hann í viðtali við Fótbolta.net árið 2013 kom fram að hann væri með 42 tattú. Þau eru eflaust orðin fleiri í dag.

Á meðal tattúa hans er DFK tattú á hálsinum en það stendur fyrir „Deyja fyrir klúbbinn" sem eru einkennisorð Þórs. Wicks hikaði ekki við það í ratleik innan leikmannahóps Þórs að fá sér DFK tattú á hálsinn.

Sjá einnig:
„Beckham sagði að ég væri góður" (Viðtal við Wicks frá 2013)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner