Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. mars 2017 10:30
Alexander Freyr Tamimi
Guardiola ánægður með hreðjar Stones
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósaði varnarmanninum John Stones í hástert eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Stones var flottur í vörninni hjá City og átti margar mjög mikilvægar tæklingar sem reyndust City dýrmætar. Guardiola var að vonum ánægður með frammistöðu miðvarðarins unga.

„John Stones er með sterkari persónuleika en nokkur annar í þessu herbergi. Stærri hreðjar heldur en allir. Ég elska svona leikmann," sagði Guardiola.

„Ég er í skýjunum með að hafa hann. Hann hefur verið undir pressu og fólk er að gagnrýna hann. En það er ekki auðvelt að vera miðvörður fyrir þennan stjóra. Ég vil ekki langa bolta. Ég vil að hann byggi upp spilið. Ég elska hann þrátt fyrir öll mistökin."

Athugasemdir
banner
banner
banner