Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. mars 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex: Næstum stærra en að verða Íslandsmeistari
Rúnar Alex fagnar í gær.
Rúnar Alex fagnar í gær.
Mynd: Getty Images
FC Nordsjælland tryggði sér sjötta sætið og síðasta sætið í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á FC Midtjylland í gær.

Randers og AaB töpuðu bæði á sama tíma og því stökk Nordsjælland á magnaðan hátt upp úr 8. sæti upp í 6. sætið.

Rúnar Alex Rúnarsson fór á kostum í marki Nordsjælland í gær en hann var maður leiksins.

„Ég varð Íslandsmeistari áður en ég kom til FCN en þetta er næstum stærra fyrir mig," sagði Rúnar Alex í skýjunum eftir sigurinn í gær.

FC København, Bröndby, Lyngby, SönderjyskE, Midtjylland og Nordsjælland eru á leið í úrslitakeppnina en hún fer í gang eftir landsleikjahléið.
Athugasemdir
banner
banner