Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 20. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sakho að snúa aftur eftir fjóra mánuði
Sakho er að snúa aftur eftir erfið meiðsli.
Sakho er að snúa aftur eftir erfið meiðsli.
Mynd: Getty Images
Diafra Sakho, sóknarmaður West Ham, mun mæta á æfingu á mánudaginn. Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið frá í fjóra mánuði og verður eflaust glaður að hefja leik á ný.

Hann spilaði síðasta í nóvember í jafntefli gegn Manchester United. Hann meiddist í þeim leik, en fór svo seinna í aðgerð á baki.

Sakho mun æfa með U-23 ára liðinu í tvær vikur áður en hann kemur svo til móts við aðalliðið í apríl.

West Ham býst við því að hann verði tilbúinn að spila um miðjan næsta mánuð. Ef það reynist rétt þá gæti hann spilað gegn Sunderland þann 15. apríl.

Sakho hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir Lundúnarliðið á þessu tímabili. Hann vildi fara annað síðasta sumar, en svo fór að lokum að hann var áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner