Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. mars 2017 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Sonur Kluivert kominn á blað í Hollandi
Justin Kluivert
Justin Kluivert
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Justin Kluivert, hinn 17 ára gamli sonur knattspyrnugoðsagnarinnar Patrick Kluivert, skoraði sitt fyrsta mark í hollensku úrvalsdeildinni er hann tryggði Ajax 1-1 jafntefli gegn Excelsior.

Kluivert, sem spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik í januar, jafnaði metin í 1-1 á 32. mínútu. Þess má geta að Patrick faðir hans var 18 ára og 58 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Ajax, en hann spilaði hjá félaginu árin 1994 til 1997 og varð tvisvar Hollandsmeistari og einu sinni Evrópumeistari.

Kluivert yngri er mikið efni, en hann ólst upp hjá Ajax og hefur spilað fyrir hin ýmsu yngri landslið Hollands.

Þess má til gamans geta að Kluivert lék í september síðastliðnum í 3-0 sigri Ajax gegn Breiðabliki í Meistaradeild ungliða á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner