Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. mars 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Styrmir Erlends í ÍR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍR hefur fengið miðjumanninn Styrmi Erlendsson í sínar raðir fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar.

Styrmir kemur til ÍR frá uppeldisfélagi sínu Fylki.

Hinn 23 ára gamli Styrmir þekkir vel til hjá ÍR því hann var á láni hjá liðinu í fyrra og sumarið 2015.

Í fyrra spilaði Styrmir tvo leiki með Fylki í Pepsi-deildinni áður en hann fór til ÍR á láni síðari hluta sumars.

Styrmir spilaði tíu leiki með ÍR í fyrra en liðið vann þá 2. deildina.

Komnir:
Axel Kári Vignisson frá Keflavík
Kristján Pétur Þórarinsson frá FH
Jordan Farahani frá Hetti
Reynir Haraldsson frá Fylki
Stefán Þór Pálsson frá Víkingi R.
Viktor Örn Guðmundsson frá KV

Farnir:
Alexander Kostic í Gróttu
Árni Þór Jakobsson í Þrótt R. (Var á láni)
Daði Ólafsson í Fylki (Var á láni)
Kristján Ómar Björnsson í Álftanes
Sigurður Gísli Snorrason í FH (Var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner