Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 20. mars 2017 22:00
Stefnir Stefánsson
Þjálfari fór með leikmenn í málningarverksmiðju eftir tap
Paola Tramezzani þjálfari FC Lugano
Paola Tramezzani þjálfari FC Lugano
Mynd: GettyImages
Paolo Tramezzani, fyrrum leikmaður Tottenham og þjálfari FC Lugano í Sviss fór óhefðbundnar leiðir til að refsa liði sínu eftir tapleik.

Eftir 5-2 tap Lugano gegn Thun í svissnesku deildinni á sunnudag sagði Tramezzani í samtali við fjölmiðla að hann væri að fara með þá í leiðangursferð til að láta þá átta sig á því að þeir eru ekkert betri en einhverjir aðrir.

Klukkan 6:00 daginn eftir, var liðið mætt í rútu sem keyrði með þá í málningarverksmiðju bæjarins, þar sem að þeir fengu að sjá hvernig vengjulegur verkamaður vinnur starf sitt á degi hverjum.

Tramezzani sagði að tilgangur ferðarinnar væri að gefa leikmönnum sínum smjörþefinn af því hvernig væri að „vinna erfiðisvinnu og svitna fyrir pengingnum" eins og hann orðaði það.

Fram að tapinu hafði liðið unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en fróðlegt verður að sjá hvort að ferðin muni skila árangri á komandi vikum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner