Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. mars 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Christensen fékk ráð hjá Terry
Andreas Christensen.
Andreas Christensen.
Mynd: Getty Images
Danski miðvörðurinn Andreas Christensen hjá Chelsea segist hafa fengið ráð hjá John Terry eftir erfiðar vikur að undanförnu. Christensen hefur gert mistök í stórleikjum gegn Barcelona, Manchester United og Manchester City að undanförnu.

Christensen heyrði í sínum gamla liðsfélaga Terry til að fá ráð í kjölfarið. „Liðsfélagar mínir hafa séð frammistöðu mína í öllum hinum leikjunum svo þeir vita að þessi mistök eru ekki algeng hjá mér," sagði Christensen.

„Ég ræddi lítillega við John Terry, hann hefur líka lent í áföllum og það er alltaf gott að ræða við einhvern utan frá til að læra af reynslu þeirra."

„Hann sagði mér að það er eðlilegt að gera mistök og hann reyndi að setja þetta í samhengi fyrir mig með því að segja að þú getur ekki breytt marki sem þú ert búinn að fá á þig."

„Þegar varnarmenn gera mistök þá er það ennþá afdrifaríkara og það er auðvelt fyrir fólk að benda á menn. Ég hef áttað mig á því og núna held ég áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner