Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 20. mars 2018 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dýrkar Eriksen - „Enginn betri hjá Barca eða Real"
Mynd: Getty Images
Age Hareide, hinn norski landsliðsþjálfari Danmerkur, hefur mikið álit á sínum stjörnuleikmanni, Christian Eriksen.

Hinn 26 ára gamli Eriksen hefur verið í fantaformi hjá Tottenham, skoraði 11 mörk og lagt upp 10 til viðbótar í öllum keppnum. Tottenham er að reyna að ná Meistaradeildarsæti og er í undanúrslitum FA-bikarsins.

Í viðtali við Ritzau segir Hareide að Eriksen sé betri en nokkur annar leikmaður í sinni stöðu hjá Barcelona og Real Madrid.

„Hann er sú týpa af leikmanni sem getur allt," sagði Hareide. „Gefið honum bolta og boltinn mun tala fyrir hann."

„Þegar þú lítur á leikmennina sem spila á miðjunni hjá Real Madrid og Barcelona, enginn af þeim er betri en Christian. Luka Modric kom frá Tottenham til Real Madrid og hann var ekki jafngóður og Christian."
Athugasemdir
banner
banner
banner