þri 20. mars 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
John Gregory leiddi sitt lið til sigurs í Indlandi
John Gregory.
John Gregory.
Mynd: Getty Images
John Gregory, fyrrum stjóri Aston Villa, stýrði Chennaiyin FC til sigurs í indversku ofurdeildinni um helgina.

Hinn 63 ára gamli Gregory náði þarna í sinn annan titil á ferlinum en hann vann Intertoto keppnia sálugu með Villa árið 2001.

Chennaiyin lagði Bengaluru 3-2 í úrslitaleik en Gregory hélt upp á sigurinn með því að skrifa undir nýjan samning í Indlandi.

Gegory hefur á ferlinum einnig þjálfað QPR, Derby, Wycombe Wanderers og Crawley Town á ferli sínum.

Síðastliðið sumar tók hann við þjálfun Chennaiyin af ítalska harðjaxlinum Marco Materazzi.

Gregory var hæstánægður með sigurinn eins og sjá má á Twitter færslu hans hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner