þri 20. mars 2018 06:30
Ingólfur Stefánsson
Koeman útilokar ekki að gefa Van Persie tækifæri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ronald Koeman þjálfari hollenska landsliðsins segir að Robin Van Persie eigi möguleika á því að spila aftur fyrir Holland takist honum að halda sér í formi.

Persie sem hefur skorað 50 mörk í 102 landsleikjum fyrir Holland hefur ekki spilað fyrir liðið síðan í 4-0 tapi gegn Frakklandi í undankeppni HM síðasta haust.

Koeman vill þó ekki útiloka að Van Persie fái fleiri tækifæri en framherjinn hefur skorað 4 mörk fyrir Feyenoord eftir að hann gekk til liðs við liðið í janúar.

„Hann hefur ekki sagt að hann sé hættur en hann þarf að sýna að hann er 100% tilbúinn til þess að fá tækifæri."

„Hann sýndi enn og aftur gæðin sem hann býr yfir á sunnudag,"
sagði Koeman og vísaði þar í frammistöðu Persie með Feyenoord gegn Zwolle þar sem framherjinn skoraði 2 mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner