Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. mars 2018 07:30
Ingólfur Stefánsson
Messi hætti að borða súkkulaði til að æla ekki í leikjum
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur greint frá því að hann hætti að borða súkkulaði og drekka gos til þess að koma í veg fyrir að æla í leikjum.

Það vakti athygli þegar Messi ældi í vináttulandsleik gegn Rúmeníu árið 2014 en eftir þann leik sagði hann að það væri ekki í fyrsta skipti sem hann lenti í slíku.

Messi segir að slæmar ákvarðanir í mataræði hafi haft slæm áhrif á heilsu hans í leikjum.

„Ég veit ekki alveg hvað ég var að borða en ég borðaði óhollt í mörg ár."

„Þegar ég var 22, 23 ára gamall borðaði ég mikið súkkulaði og drakk gos. Nú borða ég fisk, kjöt og grænmeti. Allt mataræði mitt er vel skipulagt. Ég fæ mér einstaka sinnum vín en það er ekki vandamál."

„Ég tók vel eftri breytingum þegar kom að því að æla. Það gerist ekki lengur."


Messi er ekki eina fótboltastjarnan sem hefur vakið athygli fyrir að æla í miðjum leik en David Beckham, Jan Verthongen og Zinedine Zidane eru á meðal þeirra sem hafa komist í fréttirnar fyrir að æla í miðjum fótboltaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner