Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. mars 2018 20:30
Hrafnkell Már Gunnarsson
Messi opnar sig um hormónameðferð sína sem krakki
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona og einn allra besti fótboltamaður sem spilað hefur á þessari jörðu, segir nú frá því hvernig hann gekk undir hormónameðferðir sem barn.

Messi var greindur með vaxtarhormónatruflarnir sem barn, sem leiddu til þess að hann þurfti ýtarlega meðhöndlun á líkama sínum.

„Þegar ég var átta ára fékk ég mína fyrstu sprautu. Foreldarar mínir hjálpuðu mér og sýndu mér að þetta væri ekkert vont. Eftir það var þetta komið í vana. Ég var fljótlega farinn að gera þetta sjálfur," sagði þessi magnaði fótboltamaður.

Foreldarar Messi borguðu fyrst allan lækniskostnað sem var um 1000 pund eða 140 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Eftir nokkra mánuði hjálpaði Newell's Old Boys, liðið sem Messi spilaði þá með á þessum tíma í Argentínu.

„Ég var farinn að sprauta lappirnar á mér sjálfur á kvöldin áður en ég fór að sofa. Þá var ég 12 ára, stuttu eftir það fengum við tilboð frá Barcelona. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi haft mikil neikvæð áhrif á feril minn sem knattspyrnumann" sagði Messi að lokum.

Það er óhætt að segja að þessi hormónameðferð hafi ekki haft áhrif á feril Messi nema á jákvæðan hátt.

Argentínumaðurinn hefur skorað 374 mörk í 410 leikjum fyrir Barcelona og verið kosinn besti leikmaður heims fimm sinnum.

Barcelona hefur nú 11 stiga forskot á Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar eru einnig í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem þeir mæta Roma frá Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner