Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 20. mars 2018 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Napoli reynir að fæla burt áhuga á Sarri með nýjum samningi
Sarri hefur verið orðaður við Chelsea.
Sarri hefur verið orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri verður væntanlega ekki næsti stjóri Chelsea þar sem hann er að skrifa undir nýjan samning við Napoli.

Núgildandi samningur Sarri rennur út árið 2020, það er nóg eftir af honum en Napoli vill endurnýja við hann til að fæla Chelsea í burtu. Sarri hefur verið orðaður við Chelsea sem mögulegur arftaki fyrir landa sinn, Antonio Conte.

Napoli ætlar hins vegar ekki að missa hann og hefur Corriere dello Sport eftir sínum heimildarmanni að nýr samningur Sarri verður staðfestur á næstu 48 tímum.

Sarri hefur sjálfur staðfest að hann sé með samningstilboð.

„Samningurinn er þarna fyrir mig, við verðum að passa að hann henti fyrir alla. Stuðningsmennirnir eru frábærir, vonandi get ég alltaf gefið 100%. Ef ég get það ekki, þá verð ég að stíga til hliðar, annars get ég haldið áfram," sagði Sarri.

Sarri hefur verið að gera góða hluti með Napoli og er liðið í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner