Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. mars 2018 19:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Raiola gefur vísbendingu um brottför Donnarumma
Er Donnarumma á förum í sumar?
Er Donnarumma á förum í sumar?
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, hinn skrautlegi umboðsmaður markvarðarins Gianluigi Donnarumma, hefur gefið sterka vísbendingu um að Donnarumma sé á förum frá AC Milan í sumar.

Þessi nítján ára gamli Ítali var mikið orðaður við brottför frá Milan síðasta sumar eftir að hann hafnaði samningstilboði frá félaginu. Hann endaði þó á því að skrifa undir samning við félagið, til 2021.

Nú gæti hann þó verið á förum ef marka má orð Raiola. AC Milan ætlar að reyna að fá Pepe Reina frá Napoli í sumar en í viðtali við Radio 24 sagði Raiola:

„Verður Reina eða Donnarumma aðalmarkvörður Milan á næstu leiktíð? Vonandi Reina."

Real Madrid eru sagt hafa áhuga á Donnarumma sem er hugsaður sem arftaki Gianluigi Buffon hjá ítalska landsliðinu. Buffon var valinn í síðasta landsliðshóp Ítala en Raiola er ekki sáttur með það.

„Mér finnst alveg undarlegt að Buffon hefur verið valinn í landsliðshópinn. Ég elska Buffon, þrátt fyrir það er þetta vitlaus þróun. Ég sé Donnarumma aðeins spila með Milan og ekkert með landsliðinu. Það myndi hjálpa að sjá breytingar á ítalska landsliðinu," sagði Raiola.
Athugasemdir
banner
banner