Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. mars 2018 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah um skotið á Man Utd: Þetta var fyndið
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, hinn magnaði leikmaður Liverpool, segir að samfélagsmiðlar séu bara til skemmtunnar og að fótboltaáhugamenn eigi ekki að taka þeim of alvarlega.

Salah notar Twitter nokkuð en hann komst í fréttirnar á dögunum eftir að Manchester United féll úr leik í Meistaradeildinni.

Hann skrifaði þá: „Get ekki beðið eftir því að dregið verði í 8-liða úrslitin," og birti skemmtilegan broskall með.

Nokkrum dögum áður hafði Salah átt slakan leik í 2-1 tapi gegn Man Utd og vildu margir meina að Egyptinn hefði verið að hefna sín á Ashley Young sem skaut á Salah eftir þann leik.

„Á endanum eru samfélagsmiðlar bara til gamans," sagði Salah við blaðamenn í dag.

„Ég get ekki látið það sem er sagt þar hafa áhrif á mig. Mér er sama um það."

„Ég get farið á samfélagsmiðla og grínast, eins og ég gerði í síðustu viku. Það var fyndið en það er búið núna."

Sjá einnig:
„Salah gæti stolið Gullknettinum af Messi og Ronaldo"




Hér að neðan má sjá þegar Ashley Young skaut á Salah.



Athugasemdir
banner
banner
banner