Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 20. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce: Landsliðið frábærlega skipulagt hjá Heimi
88 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
„Ég vil hrósa Íslendingum gríðarlega mikið fyrir þann fjölda fótboltamanna sem þjóðin býr til," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Sam er í dag stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton en á sínum tíma spiluðu Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen undir stjórn hans hjá Bolton. Sam segir magnað að sjá hvað margir öflugir leikmenn hafa komið frá Íslandi í gegnum tíðina.

„Allir á Íslandi ættu að vera mjög stoltir af þvo að búa til svona marga hæfileikaríka leikmenn sem spila í Evrópu sem og að komast á HM á þessu ári," sagði Sam við Fótbolta.net.

Sam hefur líkt og margir aðrir hrifist af árangri íslenska landsliðsins undanfarin ár og hann hrósar Heimi Hallgrímssyni sérstaklega fyrir hans þátt.

„Liðið hefur verið frábærlega skipulagt hjá þjálfaranum (Heimi Hallgrímssyni). Hann hefur leyft hæfileikunum í liðinu að njóta sín og ekki látið veikleikana koma í ljós. Leikmenn styðja hvorn annan og andrúmsloftið í liðinu er frábært sem hjálpar þeim þegar liðið spilar gegn öðrum liðum sem eru hæfileikaríkari. Liðsandinn og ástríðan er mikil hjá öllum leikmönnum og þjálfurum íslenska landsliðsins."

Sam segir að gengi Íslands á HM í sumar velti mikið á fyrsta leiknum gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní.

„Þetta veltur á því hvernig liðið byrjar. Þetta veltur mikið á fyrsta leiknum og hvernig úrslitin verða þar. Það gefur mikla vísbendingu því það skiptir ekki máli hverjum þú mætir á HM, það er erfitt að ná sigri í öllum leikjum," sagði Sam að lokum.

Sjá einnig:
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner