Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. mars 2018 20:15
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Svona er staðan á strákunum okkar fyrir leikina í Bandaríkjunum
Icelandair
Birkir Már hefur verið að taka þátt í undirbúningstímabili með Valsmönnum.
Birkir Már hefur verið að taka þátt í undirbúningstímabili með Valsmönnum.
Mynd: Anna Þonn
Ari Freyr er fastamaður í Belgíu.
Ari Freyr er fastamaður í Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári var í Indónesíuverkefninu í janúar og fær tækifæri til að sanna sig áfram.
Samúel Kári var í Indónesíuverkefninu í janúar og fær tækifæri til að sanna sig áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil hefur þurft að sætta sig við talsverða bekkjarsetu.
Emil hefur þurft að sætta sig við talsverða bekkjarsetu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason hefur spilað vel í Þýskalandi.
Rúrik Gíslason hefur spilað vel í Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baráttan harðnar um flugmiðana til Rússlands en Ísland leikur vináttulandsleiki gegn Mexíkó á föstudagskvöld og gegn Perú í næstu viku. Báðir leikirnir verða í Bandaríkjunum.

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla og eru ekki í íslenska hópnum í þessu verkefni.

Hér má sjá létta yfirferð yfir það hvernig 29 leikmönnum hópsins er að vegna með félagsliðum sínum.

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Spilaði ekki með Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar vegna smávægilegra meiðsla en sagði í samtali við mbl.is að hann yrði klár í landsleikina. Randers hefur átt slæmt tímabil í Danmörku.

Ögmundur Kristinsson (Excelsior)
Missti sæti sitt hjá hollenska liðinu og hefur verið fastur við varamannabekkinn.

Rúnar Alex Rúnarsson (Nordsjælland)
Hefur leikið mjög vel í marki Nordsjælland sem hafnaði í þriðja sæti í dönsku deildinni og er á leið í umspil efstu liða.

Ingvar Jónsson (Sandefjord)
Norska deildin er nýfarin af stað en Ingvar var á bekknum í fyrsta leik þegar Sandefjord tapaði 5-0 gegn Molde.

Fredrik Schram (Roskilde)
Byrjunarliðsmaður í dönsku B-deildinni þar sem Roskilde er í áttunda sæti.

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson (Valur)
Hefur spilað þrjá leiki með Val í Lengjubikarnum en liðið vann alla fimm leiki sína í riðlinum.

Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)

Spila saman í þriggja manna hafsentalínu Rostov en liðið situr í tíunda sæti rússnesku deildarinnar.

Kári Árnason (Aberdeen)
Ónotaður varamaður í síðustu tveimur deildarleikjum en byrjaði leikinn þar á undan. Hefur spilað 18 af 30 leikjum Aberdeen í skosku deildinni en liðið er í þriðja sæti.

Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Byrjunarliðsmaður í bakverðinum hjá Lokeren en liðið endaði í 13. sæti af sextán liðum fyrir umspil.

Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hefur byrjað sex af síðustu sjö leikjum Bristol en hann spilar ýmist sem miðvörður eða bakvörður. Bristol er einu stigi frá umspilssæti í Championship.

Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Fastamaður í hjarta varnar Bröndby sem er á toppi dönsku deildarinnar ásamt Midtjylland.

Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)
Er í öflugri vörn Levski Sofia sem situr í þriðja sæti í Búlgaríu. Varnarleikurinn er helsti styrkleiki liðsins.

Jón Guðni Fjóluson (Norrköping)
Hefur verið lykilmaður hjá sænska liðinu en deildin þar í landi fer af stað eftir þetta landsleikjahlé.

Samúel Kári Friðjónsson (Vaalerenga)
Verður með í fyrri landsleiknum (gegn Mexíkó) og fer svo í verkefni með U21 landsliðinu. Hefur komið inn sem varamaður af bekknum í fyrstu tveimur leikjum Vaalerenga í norsku deildinni.

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Hefur ekki spilað síðan í nóvember vegna meiðsla en er að koma til baka og ætti að geta leikið fyrir Cardiff eftir þetta landsleikjahlé. Liðið er í öðru sæti í Championship-deildinni en Aron hefur gefið út að hann yfirgefi liðið ef það kemst ekki upp í úrvalsdeildina.

Emil Hallfreðsson (Udinese)
Hefur ekki komið við sögu í fjórum síðustu leikjum Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku deildarinnar. Hann hefur aðeins byrjað einn deildarleik á árinu 2018 og alls komið við sögu í 15 af 28 deildarleikjum tímabilsins.

Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Kominn í stærra hlutverk hjá Villa, byrjaði síðasta leik og skoraði í leiknum þar á undan. Alls hefur hann komið við sögu í 20 af 38 deildarleikjum Villa sem er í umspilssæti í Championship.

Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Verið virkilega öflugur með Burnley í ensku úrvalsdeildinni, á fast sæti í byrjunarliðinu og látið mikið að sér kveða.

Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Á fast sæti í byrjunarliðinu á miðjunni hjá Karabukspor sem er langneðst í deildinni og þarf kraftaverk til að halda sæti sínu.

Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Skoraði sigurmarkið gegn Östersund í undanúrslitum sænska bikarsins á dögunum. Er að fara inn í sitt fyrsta tímabil með Malmö en sænska deildin hefst eftir landsleikjahlé.

Theodór Elmar Bjarnason (Elazgispor)
Liðið er þremur stigum frá umspilssæti í tyrknesku B-deildinni. Theodór Elmar er fastur í byrjunarliðinu á miðri miðjunni en hefur misst af tveimur leikjum í þessum mánuði vegna ökklameiðsla.

Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Fór til Sandhausen í janúar og hefur að mestu verið notaður sem hægri bakvörður og fengið lof fyrir. Sandhausen er um miðja þýsku B-deildina.

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli síðan eftir EM 2016. Loks er farið að birta til og hann skoraði á dögunum tvö mörk fyrir varalið Nantes.
Sjá einnig: Heimir: Veit ekki hvort Kolbeinn sé kominn í landsliðsklassa

Jón Daði Böðvarsson (Reading)
Spilaði ekki síðasta leik Reading vegna meiðsla en hafði verið að byrja leikina fram að því. Reading er þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov)
Fór til Rostov í janúar og beint í byrjunarliðið. Hefur spilað þrjá leiki og lagði upp mark í síðasta leik.

Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)
Skilar alltaf sínum mörkum fyrir Maccabi sem er í þriðja sæti í ísraelsku úrslitakeppninni.

Albert Guðmundsson (PSV Eindhoven)
Verður með í fyrri landsleiknum (gegn Mexíkó) og fer svo í verkefni með U21 landsliðinu. Spilar með varaliði PSV og hefur verið ónotaður varamaður með aðalliðinu síðustu fimm leiki. Hefur alls komið við sögu í sjö af 28 leikjum PSV í hollensku úrvalsdeildinni en liðið trónir á toppnum.

Kjartan Henry Finnbogason (Horsens)
Hefur skorað sex mörk í 24 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Horsens endaði í sjötta sæti og komst í efra umspil dönsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner