þri 20. mars 2018 20:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Umboðsmaður Alisson: Höfum aldrei rætt við Liverpool
Alisson hefur verið sterklega orðaður við Liverpool.
Alisson hefur verið sterklega orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Alisson, markvörður Roma, hefur verið orðaður mikið við Liverpool undanfarna mánuði, en nú hefur umboðsmaður hans sagt frá því hvað sé í gangi. Hann segir að Alisson sé ekki eins og er að hugsa um nýjan samning við Roma og þá hafi ekki verið rætt við Liverpool, hann sé aðeins að einbeita sér að klára þetta tímabil og þá er HM í Rússlandi framundan með brasilíska landsliðinu.

Sögur hafa verið um að Liverpool ætli að gera hann að dýrasta markverði sögunnar í sumar en hann er eftirsóttur og hefur Real Madrid líka verið orðað við hann.

„Alisson er einn af bestu markvörðum heims. Hann elskar Roma af öllu hjarta, mun hann skrifa undir samning á næstunni? Það veit ég ekki," segir Ze Maria Neis umboðsmaður Alisson.

Alisson kom til Roma fyrir rétt rúmlega 5 milljónir punda sumarið 2016 og er í dag talinn meðal bestu markvarða ítalska boltans. Hann er aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins.

„Við höfum aldrei rætt við Liverpool um hann. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Alisson hugsar í núinu."

En hvað kostar Allison?

„Ég hef ekki hugmynd hvað Alisson kostar, það er eitthvað sem Roma þarf að svara," sagði umboðsmaðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner