
Gríðarlega mikill áhugi er fyrir vináttuleik Íslands gegn Perú sem fram fer eftir viku. Uppselt er á leikinn sem spilaður verður fyrir framan 25 þúsund áhorfendur á heimavelli New York Red Bulls.
Enn er hægt að fá miða á leik Íslands og Mexíkó sem fram fer á föstudaginn á heimavelli San Francisco 49ers en sá leikvangur er mun stærri, tekur 69 þúsund áhorfendur.
Rétt eins og Ísland eru Mexíkó og Perú að búa sig undir HM í Rússlandi.
Mexíkó er með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður-Kóreu í riðli en Perú er með Frakklandi, Danmörku og Ástralíu.
Eins og lesendur vita hefja Íslendingar leik á HM með því að leika gegn Argentínu þann 16. júní. Nígería og Króatía eru einnig í riðli Íslands.
Athugasemdir