Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. apríl 2014 14:00
Daníel Freyr Jónsson
Eiturlyfjaskandall framundan á Englandi?
Lögreglan rannsakar málið.
Lögreglan rannsakar málið.
Mynd: Getty Images
Mikill fíkniefnaskandall er í uppsiglingu hjá stóru liði á Englandi eftir að fíkniefni fundust á leikvangi félagsins.

The Guardian greinir frá þessu um helgina, en ekki hefur verið greint frá því hvaða félag eigi í hlut af lagalegum ástæðu.

Samkvæmt Guardian var lögreglan fengin í málið eftir að hátt settir menn innan félagsins fór að gruna að samstarfsmenn sínir væru að neyta harða fíkniefna á leikvanginum. Einn af grunuðum í málinu er sagður vera þekkt nafn innan knattspyrnuheimsins.

Þá voru tveir starfsmenn staðnir að því að neyta kókaíns í stjórnarherbergi andstæðinga sinna á meðan útileik stóð. Orðrómur þess efnis spratt upp á meðal annarra félaga í viðkomandi deild og barst það til stjórnenda deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner