Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. apríl 2014 12:53
Daníel Freyr Jónsson
England: Liverpool hélt út gegn Norwich - Biðin senn á enda?
Raheem Sterling skoraði tvö í dag.
Raheem Sterling skoraði tvö í dag.
Mynd: Getty Images
Norwich 2 - 3 Liverpool
0-1 Raheem Sterling ('4 )
0-2 Luis Suarez ('11 )
1-2 Gary Hooper ('54 )
1-3 Raheem Sterling ('62 )
2-3 Robert Snodgrass ('77 )

Liverpool hefur færst einu skrefi nær því að verða enskur meistari eftir 3-2 sigur á Norwich á útivelli í dag.

Liverpool tókst að komast í 2-0 snemma leiks þökk sé tveimur góðum mörkum frá þeim funheitu Raheem Sterling og Luis Suarez, en heimamenn minnkuðu metin í síðari hálfleik eftir slæm mistök Simon Mignolet í markinu.

Mignolet mistókst að eiga við fyrirgjöf og hafnaði boltinn fyrir framan Gary Hooper sem kom honum í autt netið.

Sterling róaði hinsvegar taugar Liverpoolmanna með sínu öðru marki skömmu síðar eftir hraða sókn. Nokkur heppnisstimpill var yfir markinu þar sem boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni Norwich.

Robert Snodgrass minnkaði metin á nýjan leik með fínu skallamarki á 77. mínútu en það reyndist síðasta mark leiksins.

Liverpool hefur nú fimm stiga forystu á Chelsea sem situr í 2. sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. City á tvo leiki til góða og er 9 stigum á eftir Liverpool. Rauði Herinn þarf því sjö stig til viðbótar til að tryggja sér titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner