Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. apríl 2014 09:30
Daníel Freyr Jónsson
Ian Rush: Rodgers nálægt því að verða goðsögn á Anfield
Ian Rush á fullri ferð.
Ian Rush á fullri ferð.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Hin gamla markamaskína Ian Rush, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að stjórinn Brendan Rodgers geti komið sér á stall með bestu stjórum í sögu félagsins takist liðinu að verða enskur meistari.

Tæpur aldarfjórðungur er síðan Liverpool vann sinn síðasta Englandsmeistaratitil og hefur biðin verið löng fyrir stuðningsmenn liðsins.

,,Ef Brendan nær titlinum með Liverpool, með nánast sama lið og endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð, þá verður hans minnst sem einn af bestu stjórum í sögu félagsins," sagði Rush sem var í síðasta meistaralið Liverpool árið 1990.

,,24 ár er langur tími hjá félagi líkt og Liverpool til að bíða eftir titlinum - of langt ef ég á að vera hreinskilinn. Sérstaklega þegar litið er á hvað fyrri stjórar hafa fengið að eyða í leikmenn."

Rush segir að afreki Liverpool að vinna titilinn í ár verði það eitt af stærstu afrekum í sögu félagsins.

,,Markmiðið á Anfield var að enda í Meistaradeildarsæti. Það í sjálfu sér væri stórt afrek, en nú er möguleiki á meiru. Ef Liverpool tekst að vinna titilinn þá er það fyrir mér álíka stórt afrek og Bill Shankley vann fyrir svo löngu síðan."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner