Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. apríl 2014 14:30
Daníel Freyr Jónsson
Manchester United snýr sér aftur að Fabregas
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: Getty Images
Manchester United hyggst aftur reyna að kaupa spænska miðjumanninn Cesc Fabregas frá Barcelona eftir tímabilið.

Barcelona hafnaði nokkrum tilboðum United í þennann fyrrum fyrirliða Arsenal síðasta sumar.

Samkvæmt breska dagblaðinu Metro hefur áhuginn verið vakinn á ný og eru meiri líkur á að af félagaskiptum verði í þetta sinn.

Tímabilið hefur reynst erfitt hjá Fabregas undir stórn Tata Martino og hefur hann einungis í 13 skipti leikið allar 90 mínúturnar í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner