Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. apríl 2014 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Martinez: Ég gæti ekki verið stoltari
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton á Englandi, var í skýjunum með 2-0 sigur liðsins á Manchester United í dag.

Leighton Baines og Kevin Mirallas sáu til þess að Everton sigraði leikinn í dag en liðið berst um Meistaradeildarsæti. Þrír leikir eru eftir og er liðið með 69 stig í fimmta sæti, stigi á eftir Arsenal sem er í fjórða sæti.

,,Þetta eru mögnuð úrslit og fyrsta sinn sem Everton vinnur báða leiki tímabilsins síðan árið 1969. Ég gæti ekki verið stoltari," sagði Martinez.

,,Við vissum að við vorum að mæta góðu liði og það hefur spilað vel á útivöllum á þessari leiktíð en við vorum einbeittir og stjórnuðum leiknum. Skyndisóknirnar voru þá rosalegar hjá okkur."

,,Við lögðum mikla vinnu í að halda hreinu og það er mjög erfitt þegar maður nær tveggja marka forystu, sérstaklega gegn Man Utd,"
sagði Martinez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner