Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. apríl 2014 13:38
Daníel Freyr Jónsson
Meira frá Rodgers: Viljum ná 100 mörkum
Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
,,Það mikilvægasta var að fá þrjú stig og einnig gæði frammistöðunnar," sagði Brendan Rodgers eftir 3-2 sigur Liverpool á Norwich í dag.

Þetta var 11. sigur Liverpool í röð í deildinni og blasir Englandsmeistaratitillinn við félaginu þegar þrjár umferðir eru eftir. Að auki tryggði sigurinn í dag öruggt sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

,,Við höfum skorað 96 mörk og hugmyndin er að ná yfir 100 mörkum - það væri ótrúlegt afrek," hélt Rodgers áfram.

,,Markmiðið í upphafi leiktíðar var að ná í Meistaradeildina. Það var alltaf að fara að verða krefjandi verkefni en núna vitum við að við getum ekki endað neðar en 3. sæti."

,,Við munum fara inn í næstu þrjá leiki og leitast eftir svipaðri frammistöðu. Við viljum halda áfram að berjast og erum spenntir fyrir Chelsea um næstu helgi - það verður ótrúlegt andrúmsloft á Anfield."
Athugasemdir
banner
banner