sun 20. apríl 2014 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Montella ætlar að stýra Fiorentina áfram
Vinzenzo Montella var mikill markaskorari sem leikmaður.
Vinzenzo Montella var mikill markaskorari sem leikmaður.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Vincenzo Montella, stjóri Fiorentina, hefur fullvissað stuðningsmenn liðsins um að hann verði áfram með félagið þrátt fyrir orðróm um áhuga AC Milan.

Milan hefur samkvæmt ítölskum fjölmiðlum rætt við Montella um að taka við af Clarence Seedorf í sumar, en þessi ungi stjóri hefur staðið sig vel frá því hann tók við fyrir tveimur árum.

Undir hans stjórn endaði Fiorentina í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Félagið situr þessa stundina í 4. sætinu, auk þess sem liðið er komið í úrslit ítalska bikarsins.

,,Ég mun tala við félagið um áætlanir næstu ára eftir úrslitaleik bikarsins," sagði Montella eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Roma í gærkvöldi.

,,Eins og þetta liggur fyrir mér, þá eru engar líkur á öðru en að ég verði áfram stjóri Fiorentina á næsta ári. Ekki nema þá að félagið ákveði að reka mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner