Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. apríl 2014 18:39
Brynjar Ingi Erluson
PEC Zwolle hollenskur bikarmeistari - Slátraði Ajax
Hollenski
Kolbeinn náði sér ekki á strik í dag
Kolbeinn náði sér ekki á strik í dag
Mynd: Getty Images
PEC Zwolle 5 - 1 Ajax
0-1 Ricardo van Rhijn ('3 )
1-1 Ryan Thomas ('7 )
2-1 Ryan Thomas ('11 )
3-1 Guyon Fernandez ('20 )
4-1 Guyon Fernandez ('33 )
5-1 Bram van Polen ('50 )

PEC Zwolle varð í dag hollenskur bikarmeistari er liðið slátraði Ajax með fimm mörkum gegn einu.

Það voru mikil læti á leiknum og voru óeirðir þar sem stuðningsmenn köstuðu blysum inn á völlinn.

Ricardo van Rhijn kom Ajax yfir strax í byrjun leiks með glæsilegu marki fyrir utan teig áður en Ryan Thomas jafnaði metin.

Thomas var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar og á 20. mínútu skoraði Guyon Fernandez þriðja mark Zwolle.

Guyon var aftur á ferðinni á 33. mínútu og ljóst að það yrði afar erfitt fyrir Ajax að komast aftur inn í leikinn.

Bram van Polen kláraði svo dæmið fyrir PEC á 50. mínútu og lokatölur því 5-1. Ajax verður því að öllum líkindum að sætta sig bara við hollenska deildartitilinn í ár.

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í liði Ajax í dag en kom sér aldrei á strik, ekkert frekar en aðrir leikmenn liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner