Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. apríl 2014 15:22
Daníel Freyr Jónsson
Ramsey: Úrslitin skipta engu fyrir leikinn á Wembley
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey var ánægður með eigin frammistöðu í 3-0 sigri Arsenal á Hull í dag.

Ramsey skoraði eitt mark og lagði upp annað, en hann var í byrjunarliðinu í dag í fyrsta sinn síðan í desember eftir að hafa glímt við erfið meiðsli.

,,Það er gott að vera kominn aftur og vonandi get ég náð nokkrum góðum frammistöðum fyrir lok tímabilsins," sagði Ramsey.

,,Völlurinn var smá erfiður í dag og þeir eru vel skipulagt lið sem ná boltanum út á vængina og koma með hættulegar fyrirgjafir. Við skoruðum hinsvegar með góðum mörkum úr skyndisóknum."

Þessi sömu lið mætast í úrslitaleik FA-bikarsins í næsta mánuði og segir Ramsey úrslitin í dag engu máli skipta fyrir þann leik.

,,Við höfum sigrað Hull tvisvar í ár, en þetta er bikarúrslitaleikur og þar er ekkert gefins. Við munum hinsvegar mæta í þann leik með traust eigin hæfileika."
Athugasemdir
banner
banner
banner