Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 20. apríl 2014 13:33
Daníel Freyr Jónsson
Rodgers: Sterling er besti ungi leikmaður Evrópu
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, jós vængmanninn Raheem Sterling lofi eftir frammistöðu hans í 3-2 sigrinum á Norwich í dag.

Sterling hefur verið í fantaformi síðustu vikur og skoraði hann til að mynda tvö mörk Liverpool í dag, auk þess sem hann lagði upp annað mark.

,,Sterling er besti ungi leikmaður Evrópu þessa stundina," sagði Rodgers eftir sigurinn í dag.

,,Ég tel engan vafa vera um það," bætti hann við.

Sterling er einungis 19 ára og hefur verið lykilmaður hjá Liverpool í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner