Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. apríl 2015 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Antonelli: Þetta var aldrei vítaspyrna
Mynd: Getty Images
Luca Antonelli, varnarmaður AC Milan á Ítalíu, segir að Inter hafi ekki átt að fá vítaspyrnu er liðin mættust í gær.

Þessum öfluga nágrannaslag lauk með markalausu jafntefli í gær en lítið var um góð marktækifæri í leiknum.

Inter vildi fá vítaspyrnu í leiknum en Hernanes þrumaði knettinum í handlegginn á Antonelli en dómarinn dæmdi ekki á það. Antonelli segir hafa verið í fullum rétti og að þetta hafi í raun og veru verið bolti í hönd.

,,Við vorum hlið við hlið. Boltinn fór í höndina á mér en ég gat ekkert gert í það og gat ekki komið mér frá," sagði Antonelli.

,,Við spiluðum betur í fyrri hálfleiknum en bökkuðum í þeim síðari. Við reyndum að vera beittir í skyndisóknunum en Inter varðist vel," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner