Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. apríl 2015 11:15
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Fjölnis: Herra Fjölnir á sínum stað
Gunnar Már Guðmundsson.
Gunnar Már Guðmundsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Fjölni er spáð í sama sæti og liðið endaði í síðasta sumar, níunda sæti.



Þórður Ingason ver mark Fjölnis líkt og undanfarin ár. Uppalinn leikmaður sem hefur staðið vaktina lengi í markinu.

Reynsluboltarnir Árni Kristinn Gunnarsson og Gunnar Valur Gunnarsson eru farnir úr vörninni frá því í fyrra. Arnór Eyvar Ólafsson er kominn í hægri bakvörðinn. Bergsveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis verður sem fyrr í hjarta varnarinnar. Rauði turninn, Haukur Lárusson, hefur lítið sem ekkert verið með í vetur vegna meiðsla og því ákváðu Fjölnismenn að fá reynsluboltann Daniel Ivanovski í sínar raðir en hann á leiki að baki í sænsku úrvalsdeildinni. Fjölnismenn hafa verið í leit að vinstri bakverði í vetur en Guðmundur Karl Guðmundsson hefur leyst stöðuna á undirbúningstímabilinu eftir að hafa spilað framar í fyrra.

Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson, verður á sínum stað framarlega á miðjunni . Með honum á miðjunni verða tveir leikmenn sem komu í Grafarvoginn frá FH í vetur. Ólafur Páll Snorrason verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni en hann spilar á miðjunni í vetur eftir að hafa leikið á kantinum í Hafnarfirði. Emil Pálsson verður líka á miðjunni en hann kom á láni frá FH í vor. Guðmundur Böðvar Guðjónsson spilaði tuttugu leiki með Fjölni í fyrra en hann hefur verið mikið meiddur í vetur. Þá er Illugi Þór Gunnarsson horfinn af miðjunni í Grafarvogi en hann er í námi í Danmörku.

Þórir Guðjónsson fær það verkefni að leiða sóknarlínu Fjölnis en hinn bandaríski Mark Magee mun veita honum samkeppni. Aron Sigurðarson, Viðar Ari Jónsson og Ragnar Leósson verða að berjast um kantstöðurnar. Aron hefur mikla hæfileika líkt og hann sýndi þegar Fjölnismenn fóru upp úr 1. deildinni 2013. Viðar Ari hefur bætt sig mikið í vetur en hann var valinn í U21 árs landsliðið á dögunum. Ragnar átti þriðju flestar stoðsendingar í Pepsi-deildinni í fyrra en spá Fótbolta.net er að hann og Viðar byrji á köntunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner