Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2015 17:15
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Keflavíkur: Guðjón Árni á miðjunni
Magnús Þórir Matthíasson.
Magnús Þórir Matthíasson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Hörður Sveinsson kann að skora mörk.
Hörður Sveinsson kann að skora mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Hér að neðan er líklegt byrjunarlið Keflavíkur sem spáð er áttunda sætinu.



Svíinn Jonas Sandqvist varði mark Keflavíkur í fyrra en í sumar verður hinn hollenski Richard Arends með markmannshanskana. Hinn efnilegi Sindri Kristinn Ólafsson er síðan varamarkvörður.

Keflvíkingar hafa verið í meiðsla vandræðum í vörninni í vetur en bakverðirnir Alexander Magnússon og Magnús Þórir Matthíasson hafa lítið verið með. Magnús gæti náð að vera klár í fyrsta leik. Hinn ungi Unnar Már Unnarsson verður væntanlega í hinum bakverðinum. Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga er á sínum stað í hjarta varnarinar og hinn spænski Kiko Insa verður við hlið hans. Insa þekkir til í íslenska boltanum eftir að hafa spilað með Víkingi Ólafsvík sumarið 2013.

Keflvíkingar fengu Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson aftur í sínar raðir frá FH í vetur. Hólmar Örn missir af byrjun móts vegna meiðsla en Guðjón mun spila á miðjunni í sumar eftir að hafa verið í bakverðinum undanfarin ár. Sindri Snær Magnússon og Frans Elvarsson verða með Guðjóni á miðjunni. Baráttujaxlinn Einar Orri Einarsson byrjar líklega á bekknum í fyrsta leik en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á undirbúningstímabilinu. Jóhann Birnir Guðmundsson er einn elsti leikmaður deildarinnar en hann verður 38 ára í desember. Jóhann ákvað að taka slaginn áfram með Keflavík í sumar og hann á eflaust eftir að setja mark sitt á liðið.

Hörður Sveinsson mun leiða sóknarlínu Keflvíkinga líkt og undanfarin ár. Á köntunum verða heimastrákarnir Sigurbergur Elísson og Bojan Stefán Ljubicic en þeir eru báðir leiknir leikmenn. Reynsluboltinn Magnús Sverrir Þorsteinsson og hinn ungi Leonard Sigurðsson eiga einnig eflaust eftir að koma talsvert við sögu í sóknarleiknum.
Athugasemdir
banner
banner