Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. apríl 2015 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Nýliðinn - „Leyfi þjálfaranum að ákveða hvar ég spila"
Guðjón Árni Antoníusson er kominn aftur í Keflavíkurbúninginn.
Guðjón Árni Antoníusson er kominn aftur í Keflavíkurbúninginn.
Mynd: Páll Ketilsson
Guðjón í leik með FH.
Guðjón í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fótbolti.net hitar upp fyrir Pepsi-deildina með því að kynna liðin í þeirri röð sem þeim er spáð. Meðfram því kynnum við einn nýliða í hverju liði, leikmann sem gekk í raðir þess fyrir tímabilið. Það má segja að nýliðinn sem við kynnum núna sé í raun enginn nýliði!

Nafn: Guðjón Árni Antoníusson
Aldur: 31 árs
Staða: Knattspyrnumaður
Fyrri félög: Víðir og FH

Hvaða væntingar hefur þú til sumarsins hjá liðinu: Fullt af væntingum. Liðið safni mörgum stigum. Leikmenn sem eiga eftir að springa út geri það. Hafa gaman.

Hvernig finnst þér búningur liðsins: Búningurinn er sá flottasti.

Í hvernig takkaskóm spilar þú: Adidas og Nike man ekki undirtitlana á þessum skóm.

Hvert er þitt helsta afrek sem knattspyrnumaður: Íslandsmeistari

Hefð á leikdegi: Rosalegur rútínumaður.

Afhverju valdir þú að fara í Keflavík: Nýjar áskoranir, nýtt upphaf og ég bý í Keflavík.

Hvernig hafa fyrstu mánuðir hjá nýju liði verið: Lærdómsríkir. Reykjaneshöllin góð, Metabolic geggjað og keppnisferðir innanlands og utan skemmtilegar.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði: Atla Guðnason, FH.

Hverju værir þú til í að breyta hjá félaginu: Evrópukeppni á hverju ári, stúka allan hringinn flóðljós og enn fleiri bæjarbúar láti sig sitt félag varða.

Skilaboð til stuðningsmanna: Jákvæðni og hressleiki að vopni eru allir vegir færir. Væri til í að sjá alla iðkendur mæta á eins og 11 heimaleiki. Taka einhvern fjölskyldumeðlim með á Nettóvöllinn og öskra ÁFRAM KEFLAVÍK.

Guðjón Árni lék síðustu þrjú sumur með FH í Pepsi-deildinni en ákvað í vetur að ganga til liðs við Keflavíkur ásamt miðjumanninum, Hólmari Erni Rúnarssyni. Guðjón hefur lítið getað spilað undanfarin tvö ár eftir að hafa fengið tvö höfuðhögg á stuttum tíma árið 2013.

Hann er hinsvegar fullur bjartsýni á að geta beitt sér að fullu með Keflavíkur liðinu í sumar.

,,Heilsan er góð og mér líður mjög vel. Ég hef verið að spila aðrar stöður á vellinum og hef ekki fundið fyrir neinu," segir Guðjón Árni sem hefur í vetur spilað hinar ýmsu stöður með Keflavíkur liðinu.

,,Mér líður ágætlega hvar sem er á vellinum. Ég spila þar sem þjálfarinn telur að ég hagnist liðinu best. Ég leyfi Kristjáni að ákveða hvar ég spila í sumar," segir Guðjón sem vill lítið gefa upp hvar á vellinum hann spili í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner